• Bréfdúfa hvít

Velkomin á brefdufur.is - Bréfdúfur við öll tækifæri

Er byrjaður að taka niður pantanir fyrir sumarið í brúðkaup og öll önnur tækifæri
Upplýsingar í s. 820-3565 og á brefdufur@brefdufur.is

Um Bréfdúfur

Ragnar hefur unnið sem fréttafulltrúi Bréfdúfnafélags Íslands og er með fugla í Flóahreppi. Ragnar hefur unnið mikið og óeigingjarnt starf fyrir BDFÍ við kynningu á sportinu, félagsstarf og ekki síst þegar þarf að koma týndum fuglum til skila.

Árið 2014 var líka gott keppnis ár fyrir þennan bréfdúfnamann þar sem hann vann fyrstu 5 sætin í unga keppni frá Grímsstöðum, og fyrsti fugl "IS 14 1116" á hraðasta tíma sumarsins 1478,8 metrum.
Verðlaunasæti í öllum stigakeppnum:
Íslandsmeistari ungar 3. sæti
Silfurdúfumeistari ungar 2. sæti
Besti meðalhraði ungar 3.sæti

Ég er mikill áhugamaður um hverskonar fuglaræktun og þá sérstaklega hvítar bréfdúfur og íslenskar Papahænur.
Ég hef komið mér upp góðum stofni af dúfum og hænum. Ég er með þjónustu, sleppi hvítum bréfdúfum við öll tækifæri.
Endilega hafðu samband ef þú hefur  einhverjar spurningar um fugla!
Ég er tengiliður ef þú finnur bréfdúfu.

Týndar dúfur

Ef þú finnur týnda dúfu getur þú hringt í þetta númer 8203565, alltaf opinn :)

Myndir

Hafa samband

Hér geturu sent mér fyrirspurn ef þig t.d. vantar bréfdúfur í brúðkaup eða önnur tækifæri